Vinnustofa

Vinnustofunám er að því leyti frábrugðið hefðbundnum námskeiðum að þar vinna nemendur að eigin verkefnum undir handleiðslu kennara í stað þess að fylgja kennsluáætlun kennara og vinna verkefni sem kennari leggur fyrir. Vinnustofu sækja nemendur sem hafa lokið námskeiðum í viðkomandi námsgrein. Þátttakandi í vinnustofu sem uppfyllir skilyrði um mætingu fær einingar fyrir vinnu en ekki einkunn.