Endurmenntun
Reglulega er boðið upp á sérhæfð námskeið fyrir starfandi myndlistarmenn og hönnuði, gjarnan í tengslum við komu erlendra gestakennara í dagskóla. Ennfremur býður skólinn upp á endurmenntunarnámskeið fyrir kennara, bæði almenna kennara og myndlistarkennara. Slík námskeið geta farið fram í húsnæði Myndlistaskólans eða annars staðar sé þess óskað.