Einingar

Námskeið skólans eru skilgreind á framhaldsskólastigi og eru metin í framhaldsskólaeiningum þegar þau ná tilsettri tímalengd. Skv. aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 samsvarar hver eining 18-24 klst vinnu meðalnemanda. Lágmarksmæting til að fá einingar fyrir námskeið er 80%. 

Nemandi á námskeiði sem fylgir kennsluáætlun og leysir verkefni sem kennari leggur fram fær einkunn fyrir frammistöðu sína. 

Nemandi á vinnustofu sem nýtur tilsagnar kennara við vinnu að eigin verkum fær einingar án einkunnar svo fremi sem kröfur um viðveru eru uppfylltar. 

Ekki eru prentaðar staðfestingar að loknu námskeiði nema þess sé sérstaklega óskað. Námsferlar nemenda eru vistaðir í námsumsjónarkerfinu inna.is.