Námskeið

Viltu læra að teikna myndasögur, módel eða lífríkið? Spinna á rokk og halasnældu? Mála með vatnslitum eða olíulitum? Móta og renna leir? Bæta þig í litafræði, listasögu eða t.d. tungumáli kvikmyndanna?

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða fyrir byrjendur og lengra komna. Kennararnir eru stolt skólans; þeir hafa alla tíð komið úr fremstu röðum listamanna og hönnuða þjóðarinnar og þannig er það enn í dag.

Nemendur sækja námskeiðin af ýmsum ástæðum. Sumir gera það sér til hreinnar skemmtunar meðan aðrir nýta einingar til prófs í öðru námi. Námskeiðin eru líka góður kostur fyrir fólk sem starfar að myndlist og hönnun en vill bæta við kunnáttu sína og hæfni.

Fullorðinsnámskeiðin eru opin öllum sem hafa náð 16 ára aldri en námskeiðin eru á framhaldsskólastigi. Við mælum með því að byrja á grunnnámskeiði í teikningu því teiknikunnátta er undirstaða allrar frekari menntunar í myndlist.