Almennir afslættir


  • 10% systkina- og fjölskylduafsláttur
  • 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri
  • 10% afsláttur fyrir öryrkja
  • 10% afsláttur fyrir þá sem skrá sig á tvö námskeið
  • 20% framhaldsskólaafsláttur
  • 30% afsláttur fyrir nemendur í Þrennu
  • Starfsmannafsláttur
  • Nemendaafsláttur (nemendur í dagskóla, gildir einungis að vetri til)

Greiðsludreifing og styrkir

Hægt er að skipta námskeiðsgreiðslum í þrjá hluta fyrir eina önn og sex hluta fyrir allan veturinn.

Hægt er að nýta frístundastyrk ÍTR fyrir börn og ungt fólk á aldrinum 6 - 18 ára á vetrarnámskeiðum skólans (sjá reglur ÍTR um frístundastyrk) / (sjá leiðbeiningar um ráðstöfun).

Á vikulöngum sumarnámskeiðum barna er ekki möguleiki að nýta frístundastyrkinn en styrkhæf starfsemi þarf að vera í 10 vikur samfellt hið minnsta.

Einnig eru námskeið skólans styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga en nánari upplýsingar um slík réttindi fást hjá viðkomandi stéttarfélagi.

Vakin er athygli á því að skólinn getur ekki fellt niður eða endurgreitt námskeiðsgjöld eftir að námskeið er hafið.

Nánari upplýsingar um greiðsludreifingu og afslætti fást á skrifstofu skólans.