Afslættir, styrkir, greiðsludreifing

Hægt er að skipta námskeiðsgreiðslum í þrjá hluta fyrir eina önn og sex hluta fyrir allan veturinn.

Veittur er 10% fjölskyldu- og systkinaafsláttur og 20% afsláttur fyrir framhaldsskólanema. Afsláttur til aldraðra og öryrkja er 10%. Nemendur í Þrennu fá 30% afslátt. 

Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga en nánari upplýsingar um slík réttindi fást hjá viðkomandi stéttarfélagi. 

Nánari upplýsingar um greiðsludreifingu og afslætti fást á skrifstofu skólans.