Greiðsluskilmálar vegna námskeiðsgjalda

For english please click here.

  • Til að nýta frístundastyrk þarf að ráðstafa styrknum áður en skráningu á námskeið er lokið (hnappur neðst á skráningarvef). Reykjavíkurborg leyfir ekki breytingar á ráðstöfun frístundastyrks eftir á. Þar af leiðandi getur skólinn ekki gert neinar breytingar á greiðsluleið í þeim tilvikum þegar nýta á frístundastyrk.
  • Námskeiðsgjöld verða innheimt að fullu þótt skráður þátttakandi hætti við að sitja námskeiðið nema tilkynning þess efnis hafi borist Myndlistaskólanum með tölvupósti á netfangið mir@mir.is eigi síðar en 48 klukkustundum (tveimur sólarhringum) áður en námskeið hefst. Myndlistaskólinn áskilur sér rétt til að innheimta 10% af námskeiðsgjaldi vegna umsýslu ef nemandi hættir við þátttöku.
  • Inkasso annast innheimtu á kröfum fyrir hönd skólans. Hægt er að hafa samband við Inkasso í netfangið inkasso@inkasso.is eða síma 520 4040 og biðja um greiðsludreifingu.
  • Ef ekki næst lágmarksþátttaka og námskeið er fellt niður endurgreiðir skólinn námsgjöld að fullu.

Móttaka umsóknar er staðfest með tölvupósti. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans í síma 551 1990 eða gegnum tölvupóst á netfangið mir@mir.is.

Viðbótarkostnaður

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Afslættir

Ef þú telur þig eiga rétt á afslætti, vinsamlegast sendu tölvupóst á mir@mir.is eftir að þú hefur skráð þig á námskeið.

Vetrarnámskeið, 6 vikur og lengur (vor og haust)

  • 10% systkina- og fjölskylduafsláttur (á einungis við á barnanámskeiðum)
  • 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri
  • 10% afsláttur fyrir öryrkja
  • 10% afsláttur fyrir þá sem skrá sig á tvö námskeið
  • 20% framhaldsskólaafsláttur
  • 20% afsláttur fyrir nemendur í Þrennu
  • Starfsmannaafsláttur gildir aðeins þegar næg skráning hefur náðst á námskeið en enn eru laus pláss

Á styttri námskeiðum skólans eru eftirfarandi afslættir í boði:

  • 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri
  • 10% afsláttur fyrir öryrkja