Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur um árabil átt í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur um að bjóða völdum leik- og grunnskólum að taka þátt í myndlistarsmiðjum.
Markmiðið með myndlistarsmiðjunum er að styðja við og dýpka enn frekar þá myndlistarkennslu sem fer fram innan leik- og grunnskólans.
Vinnubrögð sem viðhöfð eru í myndlistarnámi eru kynnt fyrir stjórnendum og kennurum á meðan nemendur fá kost á að kynnast vinnuumhverfi í sérútbúnum myndlistarskóla.
Starfsaðferðir myndlistarmannsins eru kynntar og nemendur er kennt að beita skapandi hugsun við fjölbreytta verkefnavinnu. Sjóndeildarhringur nemenda er víkkaður gegnum sjónræna skynjun og persónulega listræna tjáningu.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir leik- og grunnskólum til þáttöku einu sinni á ári.
Hafa samband við deildarstjóra um leik- og grunnskólasamstarf skólans