Art EQUAL

Í nóvember 2017 fékk Myndlistaskólinn í Reykjavík styrk til tveggja ára fyrir stefnumótandi samstarfsverkefni undir Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins ásamt sex samstarfsaðilum frá Svíþjóð, Noregi, Lettlandi og Danmörku. Verkefnið nefnist Art Equal og snýst það um að búa til námsefni og verkfæri sem hægt er að nota fyrirhafnarlítið í námi og miðla til kennslustofnana bæði innanlands og utan. Lokapunktur verkefnisins var ráðstefnan „ Þegar börn mæta menningu og listum“ sem haldin var í Riga í júni 2019.

Art Equal leggur áherslu á að kynna listnám fyrir börnum með allskonar færni. Að líta á list og menningu sem hluta af daglegu lífi er sérstaklega viðeigandi í dag vegna þess að mikil þörf er á að búa til námsumhverfi án hlutdrægni þar sem börn með ólíkan bakgrunn geta mætt, verið hluti af samfélagi og þróað eigin hæfileika. Verkefninu var stýrt af Kulturprinsen í Danmörku

Hér má sjá afraksturinn.

Arte