13.06.19
Art EQUAL ráðstefna í Riga

Fulltrúar Myndlistaskólans í Reykjavík tóku þátt í ráðstefnu sem bar heitið „Þegar börn mæta menningu og listum“ í Riga, Lettlandi dagana 3. og 4. júní. Var ráðstefnan lokapunktur á Erasmus+ samstarfsverkefninu Art EQUAL sem leggur áherslu á að kynna listnám fyrir börnum með allskonar færni og aðgengi þeirra að listmenntun.

Afrakstur samstarfsins er vefsvæði þar sem hægt verður að nálgast námsefni og verkfæri sem styður við nám án aðgreiningar, opnu hugarfari og jákvæðu námsumhverfi í gegnum listræna sköpun.

Art EQUAL stuðlar að samstarfi við þá sem starfa við listir og menningu með það að markmiði að þróa skilning og hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með listrænum og fagurfræðilegum aðferðum í daglegum kennsluaðferðum

Þær Margrét M. Norðdahl og Fríða María Harðardóttir sögðu frá samstarfsverkefni sem þær unnu með nemendum úr Klettaskóla og hélt Margrét einnig erindi um jafnrétti í listheiminum og aðgengi að listmenntun.

Vefsvæðið verður aðgengilegt í lok sumars.

Art Equal Í Riga