23.05.24
Dagskólanám - Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur

Umsóknarfrestur á allar brautir skólans hefur verið framlengdur.

Tekið er við umsóknum um nám á eftirfarandi námsbrautum.

  • Listnámsbraut: Tveggja ára nám til stúdentsprófs. Námið veitir góðan grunn að frekara námi á sviði hönnunar, arkitektúrs eða myndlistar eða í öðrum greinum þar sem áhersla er lögð á sköpun og sjónræna vinnu.


  • Fornám er eins árs nám fyrir nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi og hyggja á frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina. Námið er samsett af völdum verklegum áföngum af listnámsbraut.


  • Árs nám í myndlist: Námið er fyrir einstaklinga sem hafa lokið starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi fyrir nemendur með þroskafrávik.


TVEGGJA ÁRA VIÐBÓTARNÁM VIÐ FRAMHALDSSKÓLA

  • Teiknibraut: TEIKNING er verktengd námsbraut í myndrænni frásögn og karaktersköpun, hreyfimyndagerð og myndskreytingu. Áhersla er lögð á tæknilega færni, skilning á sögulegu samhengi og sjálfstæði nemandans í hugmyndavinnu og útfærslu.
  • Textílbraut: Nemendur læra fjölbreyttar vinnuaðferðir í TEXTÍL svo sem silkiþrykk, hand- og vélprjón, vefnað, spuna, jurtalitun, munsturgerð og útsaum. Námið þjálfar nemendur einnig í að vinna út frá hugmyndafræði og frjóu vinnuferli, hvort heldur sem er út frá hönnun eða myndlist
  • Listmálarabraut: MÁLARALIST er kennd í verkstæðum þar sem starfandi listamálarar miðla sérþekkingu sinni á ýmsum þáttum málverksins. Áhersla er lögð á að nemandinn læri handverk, efnistök og aðferðir við miðilinn og að tengja hefðbundna þekkingu í listgreininni við samtímann.
  • Keramikbraut: KERAMIK er verktengt hönnunarnám þar sem lögð er áhersla á lifandi hugmyndavinnu og fjölbreytni í tækni og efnisnotkun.

Sækja um