Valgarður Bent Jónsson
Án titils

Valgarður Bent Jónsson

Án titils

Deild: Myndlist
Ár: 2021

Myndirnar sýna hvernig líf gæti verið á annarri plánetu. Þessar skepnur eru ekki með augu og „sjá“ með 6 sérstökum skynfærum í höfðinu. Þær þróuðust allar út frá skepnu með sex leggi, fjórir á búknum og tveir á höfðinu og öndunarop nálægt öxlunum, sem eitt sinn voru tálkn.

Hjá sumum skepnum, eins og flugdýrunum, hafa hausleggirnir horfið, en hjá öðrum dýrum, eins og hjarðdýrunum, hafa þessi leggir vaxið saman við kjálkann. Dýrin nota þessa sterku kjálka til að tyggja harðar plöntur og lauf. Karldýrin eru með stærri kamb og horn en kvendýrin. Karldýr með stærri kamb eru líklegri til að verða fyrir valinu sem maki.

Flugdýrin eru með leðurvængi, eins og flugeðlur. Þau nota goggana til að hrifsa smádýr upp af jörðinni. Þegar þau eru ekki á flugi setjast þau í trén.

Þarna eru líka rándýr á jörðu niðri. Þessur skepnur veiða stórar grasætur í hópum, eins og ráneðlur og klóra þær þangað til að dýrið deyr af blóðmissi. Þær nota höfuðleggina til að rífa kjötið af skepnunni og færa það yfir í munninn.

Neðan við rándýrin sjást vatnaplöntur. Þær fljóta á yfirborði vatnsins með gasblöðrum og ljóstillífa í gegnum laufstilkana.

Í köldum löndum sjást skepnur sem líta út eins og selir og mörgæsir. Þar fyrir neðan er skepna sem lítur út eins og hvalur. Allar hafa þær öndunarop á bakinu, svo að þær geta andað að sér lofti án þess að fara upp úr sjónum.

„Selskepnurnar“ nota alla fótleggina sem ugga og blaka þeim eins og vængjum til að synda. Þær eru með beittar tennur eða odda á tungunni til að halda „fiskinum“ í kjaftinum.

Skepnurnar sem líta út eins og mörgæsir þróuðust út frá flugdýrum. Vængirnir styttust og tengdust fótleggjunum ekki lengur. Þær veiða líka og synda eins og mörgæsir.

Stóra hafdýrið er síari, sem sýgur í sig sjávarvatn og þrýstir því svo út úr kjaftinum til að gleypa svifdýrin sem festast í skíðunum. Þessar skepnur lifa allt sitt líf í hafinu en þurfa samt að anda að sér lofti.

20210501 122223
20210501 131139
20210501 122145