Þetta er lokaverkefni mitt sem eru form og litir. Ég byrjaði á að lita með trélitum en ákvað svo að breyta og fara með vatni ofan í trélitina. Formin eru gerð með gráðuboga í nokkrum stærðum. Ég teiknaði fyrst með blýanti og teiknaði síðan ofaní með svörtum tússpenna. Ég teiknaði u.þ.b. tíu form á hvert blað og raðaði þeim upp á flötinn á tilviljunarkenndan hátt. Litirnir eru líka valdir þannig, á tilviljunarkenndan hátt. Hugmyndin að verkinu kviknaði bara að sjálfu sér.
Ég ákvað að mála fjólubláan bakgrunn fyrir verkin og sýna þau sem eina heild.