Í lokaverki mínu þá vann ég með ljósmyndir sem ég hef tekið í strætó frá ágúst 2020 og fram í apríl 2021. 5 daga vikunnar ferðast ég frá útjaðri Mosfellsbæjar og vestast í Vesturbæinn í Myndlistaskólann og aftur til baka. Í þessum ferðum þá nýt ég þess að fylgjast með fólki og umhverfinu innan vagnsins og utan, náttúru, fjöll og slíkt, stoppistöðvar, gömul hús og fólk á ferðalaginu
Ég valdi nokkrar ljósmyndir og gerði eftir þeim klippimyndir, eftir klippimyndunum gerði ég vatnslitamyndir. Lag eftir lag eftir lag. Ég gerði einnig kvikmynd úr ljósmyndunum sem ég tók og sýni hana samhliða tvívíðu verkunum. Þetta er einhvers konar rannsókn, en samt er þetta meira upplifun. Ferðalagið, núið, allt eins en á sama tíma síbreytilegt.