Hvilft & Hvel eru óður til lífsins og alls þess sem gerir okkur að því sem við erum. Lífið leikur okkur öll með misjöfnum hætti. Á einhverjum tímapunkti í okkar lífi kunnum við að vera á hverfanda hveli og breytingum undirorpin. Við erum mótuð af reynslu okkar, sigrum, mistökum og alls sem þar liggur á milli. Hvert einasta orð, birta, hlýja, alúð og minning skilja eftir sig fingrafar á sál og líkama - hvort sem það var til góðs eða ills. Þannig erum við stundum heil og stundum hálf, stundum slétt og stundum hrjúf. Þannig erum við öll fullkomlega ófullkomin.
Samkvæmt íslenskum orðsifjum merkir orðið hvilft skál, sem merkir hvel, sem svo aftur merkir hvilft og þannig hverfast Hvilft og Hvel inn í sjálf sig og verða að einu.
Hvilft er skál sem gerð er úr tveimur tegundum af steinleir.
Hvel er vasi sem er gerður úr tveimur Hvilftum.