Steinunn Bjarnadóttir
Værð

Steinunn Bjarnadóttir

Værð

Værð þýðir hvíld og ró. Tilfinningar sem við viljum að ástvinir okkar finni á þeirra síðustu stundum og á þeirra seinasta hvíldarstað. Værð eru duftker innblásin af íslenskri náttúru sem gefa frá sér róandi tilfinningu, sem er sú tilfinning sem manneskja í sorg á skilið að finna fyrir.

Formin vitna öll í fjöll. Sum eru innblásin af vörðum og önnur af öldum sjávar.

Varðan hefur markað leið Íslendinga frá örófi alda og hana má sjá víðar en í íslenskri náttúru. Varðan tengist Værð í því samhengi að hún markar síðustu skref einstaklings á þessu jarðríki. Hér er leirinn „tálgaður“ til að gefa til kynna hið óreglulega og hrjúfa yfirborð vörðunnar.

Rennsluför endurspegla öldur sjávar og fanga þau ró með endurteknu munstri og hreyfingu sem leiðir augu þess sem horfir.

Steinunn Bjarna 1
Steinunn Bjarna 2
Steinunn Bjarna 3
Steinunn Bjarna 4
Steinunn Bjarna 5
Steinunn Bjarna 6