Valdís Ólafsdóttir
Rannsókn á pappírspostulíni

Valdís Ólafsdóttir

Rannsókn á pappírspostulíni

Rannsókn þar sem pappír er blandað útí postulínsmassa í mismunandi hlutföllum.

Hvað gerist þegar pappír og postulín er notað saman? Hversu þunnt er hægt að steypa í form? Eru aðrar aðferðir mögulegar? Verður meira gegnsæi svo ljós skíni í gegn? Þetta eru meðal annars spurningarnar sem ég spurði sjálfa mig í upphafi rannsóknarinnar.

Hálfkúlulaga prufur voru meðal annars búnar til með að maka pappírspostulínsmassa á blöðrur. Formin eru mjög þunn og létt og þegar ljós er sett inní þau eftir brennsluna skín það fallega í gegn. Í brennslunni brennur pappírinn burt og skilur eftir sig þunna skel af postulíni.

Niðurstöður rannsóknar voru þær að með pappírspostulínsmassa er hægt að gera hluti sem erfiðara væri að gera með hreinum massa. Mögulegt er að gera mjög þunna hluti sem eykur á gegnsæi postulínsins.

Valdis Olafsd 1
Valdis Olafsd 2
Valdis Olafsd 3
Valdis Olafsd 4
Valdis Olafsd 5
Valdis Olafsd 6
Valdis Olafsd 7