Lokaverk mitt fjallar um náttúru, fólk og dýr og lýsir hvernig öllum líður í veröldinni. Hvernig fólki líður allt í kring. Stundum getur veröldin verið myrk og erfitt að vera til og hann túlka ég með að sýna einelti, þunglyndi og aðra slæma líðan fólks og þetta túlka ég allt með svörtum lit. Það slæma er stundum að reyna að leiða okkur eitthvað sem við viljum ekki fara.
Ljós gullni liturinn sýnir líðan sem er góð og persónan er góð.
Sárin gróa með tímanum en góðar minningar lifa áfram og sýnir að fólki og dýrum getur liðið vel.
Það á að njóta lífsins á meðan það hefur tíma og láta sér líða vel.
Að skilja hvernig náttúru, fólki og dýrum líður og að skynja hvernig hringrás heimsins heldur áfram og allt endurfæðist og að breytingar sé hringrás lífsins. Dýr og fólk deyja, dýr og fólk fæðist og náttúrann endurnýjar sig eftir árstíðum.
Myndirnar eru gerðar með bleki, svörtum penna, kolum og gylltum lit sem ég skvetti og málaði á.
Myndbandið vann ég í samstarfi við Svönu Fanneyju Karlsdóttur.