Steinunn Stefánsdóttir
Tog

Steinunn Stefánsdóttir

Tog

Á bak við verk Steinunnar liggur ítarleg rannsóknavinna á arfleið íslenskra textíl hefða með

áherslu á vefnað og Röggvafeld. Ull íslensku sauðkindarinnar er í tvennu lagi, innra lagið hennar

nefnist þel og sér þelið til þess að heitt loft sé næst húð kindarinnar og heldur því á kindinni hita.

Ytra lagið nefnist tog, það er lengra og grófara en þelið og býr yfir þeim eiginleikum að vera

vatnsfráhrindandi. Vegna þessa eiginleika var togið notað í Röggvafeld, en feldurinn var notaður

sem skikkja á tímum víkinga og fram eftir öldum. Röggvafeldur er vaðmáls ofið efni þar sem

togið er ofið í með ullarbandi. Vaðmál er stígið á fótstig 1,2,3,4 og svo endurtekið. Í verkum

Steinunnar braut hún það ferli upp, með því að stíga mismunandi, eftir verkum. Reyfin sem

notuð eru í verkinu koma frá bænum Æðaroddi rétt utan við Akranes.

Steinunn hefur um árabil rannsakað þjóðbúninginn og hefur sótt nokkur námskeið hjá

Heimilisiðnaðarfélaginu til að afla sér þekkingar. Litavalið í verkinu var innblásið af

blómstursaumi, en hann var saumaður neðst á pils faldbúningsins. Ullin var jurtalituð af

Steinunni eins og tíðkaðist með garn sem notað var í blómstursaumi.

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að sýna fram á notagildi Röggvafeldsins í dag sem voð fyrir

klæðnað. En sniðin sem eru að finna í vefnaðinum eru innblásinn af þjóðbúningum.

Það er Steinunni mikilvægt að huga að umhverfismálum og þeirri gríðalegri sóun sem á sér stað í

textílheiminum og nota þá heldur efni sem fara vel með jörðina, efni sem þjóðin hefur dregið

innblástur frá öldum saman.

DZ9 A9031 1
DZ9 A9060 1
DZ9 A9104 1
DZ9 A9097 1