Steinn Logi Björnsson
Nú ferðalag :.:: : ::. (now trip)

Steinn Logi Björnsson

Nú ferðalag :.:: : ::. (now trip)

Steinn Logi er tvítugur myndlistarnemi sem er að útskrifast hjá MÍR í vor, hann stefnir á líf listanna. Nú ferðalagið er útskriftarverk hans og einnig stærsta verkefni sem hann hefur nokkurn tímann ákveðið að gera.

Ég kalla verkefnið nú ferðalag vegna þess að „verkin“ sem urðu til og eru til sýnis er útkoma ferlisins eða ferðalagsins sem ég fór í gegnum. Ég bjó til aðstöðu í herberginu mínu heima fyrir. Þar sem ég gat málað á gólfinu, spilað tónlist, búið til tónlist, hlustað á útvarpið, haft kósý uppi í rúmi og teiknað við skrifborð og horft á fótboltaleik. Ég ákvað að umkringja mig af mismunandi miðlum sem ég gat sótt í eftir þörfum og ég var með myndavél með mér í ferðalaginu. Sem ég notaði í visualið af ferðalaginu sem ég gekk í til þess geta leyft áhorfanda að reyna finna fyrir sömu tilfinningu og ég gekk í.

Ég ætla bara að segja það að ég hafði enga hugmynd hver útkoman yrði þegar ég byrjaði ferðalagið, en ég vissi að það yrði sterk útkoma. Með því að króa mig af með miðlum og dýfa mér í núið, hafði ég alla stjórn og enga stjórn á nákvæmlega sama tíma.

Tónlist og hljóð flaut um herbergið, á meðan spilaði ég á rafmagnsgítarinn beint í tölvuna sem tók það upp og allt hljóðið sem er og var í gangi, spilaði upptökuna fyrir mig í sömu hátölurum og gítarar og raddir annarra hljómuðu í.

Þarna er ég búinn að setja upp einhverjar létt klikkaðar aðstæður til þess að fara mála í. Málverkið byggðist og breytist eftir þörfum og varð að þessu sækadelísku verki sem er eiginlega bara abstrakt documentation af ferðalaginu sem bjó það til. Ekki stigi heldur hringur. Byrjun og endir er það sama, það er enginn byrjun eða endir.

Efni: Blönduð tækni. Málverk: akrýll og spray á pappír, 175x120 cm. á stærð.

Videó: myndavél og tölva.

Tónlist: gítar, tölva, o.fl.