Sindri Franz Pálsson
Án titils (sería)

Sindri Franz Pálsson

Án titils (sería)

Náttúruleg ull er ótrúlega falleg. Kettir leika með garnið. Fólk prjónar eða saumar. Ég vildi eyða tíma með ullinni á striganum og tengjast henni. Serían er unnin á 30x40 cm. striga og er tenging á milli strigans og ullarinnar. Verkið var unnið í algjöru flæði með þeirri hugsun að grunnurinn ætti að vera samstilltur ullinni. Það kom mikið á óvart hversu hugleiðandi ull getur verið þegar maður sest niður og finnur fyrir henni.

Efni: Náttúruleg ull/garn á striga. 30x40 cm.

Sindri 1
Sindri 2
Sindri 3
Sindri 4
Sindri 5