Þuríður Elvu Hannesdóttir
Án titils

Þuríður Elvu Hannesdóttir

Án titils

Verkið mitt er innsetning og vídjóverk í senn. Ég setti upp innsetningu í bílskúrnum mínum og ákvað að skrásetja hana í myndbandsformi. Innsetningin var unnin út frá rýminu sjálfu og pælingum mínum um rými.

Í skrásetningarferlinu ákvað ég að halda áfram að hugsa um rými og hvernig hægt er að sýna það á spennandi hátt. Lokaniðurstaðan var sú að nota skjávarpa og ljós til þess að sýna formin og áferðina á verkinu. Eftir á að hyggja finnst mér verkið vera lýsandi fyrir tímana sem við erum að upplifa. Í samkomubanni eru flestar okkar upplifanir rafrænar, svo sem zoom-kennslustundir, spilakvöld á skype og fjölskylduhittingar á Facebook. Innsetningar eru oftast þannig að fólk gengur inn í þær og upplifir rýmið í allri sinni dýrð en vegna aðstæðna njóta sýningargestir rafrænt.

Efni + stærð: Hænsnavír, pappamassi, skjávarpi, 2,2 x 5,1 x 2,4 metrar (breidd, lengd, hæð) 1:46 mín.