Stefanía Hugljúf Snæland Jósefsdóttir
Óðinn

Stefanía Hugljúf Snæland Jósefsdóttir

Óðinn

Sem mikil myndasögu manneskja á ég það til að skrifa mínar eigin og sagan Óðinn er ein af þeim. Hún er aðallega byggð á norrænni goðafræði. Ég hef verið að skrifa og endurskrifa söguna síðan ég tók áfanga í eddunum í menntaskóla.

Óðinn er verkefni sem er mér mjög kært og því hef ég verið smeyk við að reyna að myndlýsa hana. Ég ákvað loksins að tækla hana fyrir útskriftarverkefnið mitt og nýta tækifærið til að búa til svokallaða „Pitch Bible.“ Svona bækur eru aðallega notaðar í teiknimyndagerð en stundum líka fyrir myndasögur sem eiga að ganga lengi og eru gefnar út mánaðarlega í blöðum. Þannig sé ég Óðinn fyrir mér.

Í bókinni setti ég fram teikningar af aðalpersónunum, nokkra ramma sem fanga stemninguna og dæmi um opnu, allt í stíl við endanlegt útlit myndasögunnar. Þetta var hrikalega góð æfing, frábær grunnur og heimild fyrir sjálfa mig.

Shsj 1
Shsj 2