Teitur Emil Vahapassi
Kelys

Teitur Emil Vahapassi

Kelys

Lokaverkið mitt er hluti af myndasögu sem ég er að þróa. Sagan er um ungan mann, Jook, sem lifir í súrrealískum heimi. Jook er í leit að sjálfum sér og er að reyna að muna fortíð sína sem hann hefur gleymt.

Teikningarnar vann ég með bleki. Síðan litaði ég myndirnar í Photoshop. Verkefnið er tilraunakennt þar sem ég hef litla reynslu af því að vinna með blek og tölvuteikningu/litun. Ég á eftir að þróa mig betur í þessari tækni. Mig hefur lengi langað að prófa að vinna með þessari aðferð og ákvað því að nýta mér hana í lokaverkefninu.

Ég hef búið til mína eigin furðuheima síðan ég var krakki og sett þá á blað. Ég vann aðallega blýantsteikningar áður en ég fór í Teiknideildina en í deildinni fór ég að þróa teikninguna meira. Í framtíðinni vonast ég til að vinna teikningar með fjölbreyttum miðlum og ná að fullnægja fullkomnunaráráttu minni.

Mig langar að vinna sjálfstætt sem teiknari í framtíðinni. Ég er enn leitandi en hef margar hugmyndir sem mig langar að útfæra og vinna með.

Tv1
Tv2