Sigurjón Hrafn Hrannarsson
Jólasveinar

Sigurjón Hrafn Hrannarsson

Jólasveinar

Jólasveinar er hugmynd að tölvuleik þar sem íslensku jólasveinarnir snúa aftur að gömlum siðum og ræna börnum handa Grýlu um jólin. Þú spilar sem gömul kona, kölluð Amma, og tekur það að þér að bjarga börnunum frá jólasveinunum.

Leikurinn spilast sem hopp og skopp leikur. Í lok hvers borðs berst Amman við einn jólasvein í þeirri röð sem þeir koma af fjöllum. Eftir að hafa sigrað alla sveinana verður lokabardaginn gegn Grýlu og jólakettinum.

Borðin og þema leiksins byggja á íslensku umhverfi og íslenskri jólamenningu því leikmaðurinn ferðast um Ísland um miðjan vetur. Leikurinn verður spennandi, skemmtilegur og fyndinn, enda eru jólasveinarnir skondnar týpur.

Markmið verkefnisins var að útfæra hugmyndirnar á bak við leikinn á sjónrænan hátt og gefa til kynna hvernig útlit hans gæti verið. Ég ákvað að vinna myndirnar í pixel stíl þar sem það á vel við „platformer“ leik. Það er einnig miðill sem ég hef áhuga á og vildi æfa mig í.

Shh 1
Shh 3
Shh 4