Útprentaðar filmumyndir, unnar myndir prentaðar á pappír og vatnslitir á pappír. Allt í A4 stærð.
Áskorun er alltaf erfið en nauðsynleg er hún fyrir þróun manns. Hvert skipti sem ég skora á mig
vil ég gefast upp um leið en í kjölfarið sé ég aldrei eftir því. Ég byrjaði að taka ljósmyndir, þótti það
erfitt en hélt áfram. Svo byrjaði ég að skapa stafrænar unnar myndir og varð betri með hverju
verki. Nú byrja ég á vatnslitum og þó þetta eru ekki fullkomnar myndir hlakka ég til að sjá hvað ég
get gert í framtíðinni.
Þetta er ferill minn sem nýr listamaður.
Stefán Baldursson
Án titils