Ég vildi láta lokaverkefni mitt tengjast frásögn og sögum á einhvern hátt. Ég ákvað að lokum að hafa það tvískipt; einn hluti væri að gera bókakápur og hinn að gera myndasögu.
Bókakápur urðu fyrir valinu þar sem ég hef mikinn áhuga á þeim og fannst þetta gott tækifæri til að vinna að mínum eigin kápuhugmyndum. Hinsvegar varð myndasagan fyrir valinu þar sem þetta er miðill sem ég hafði alltaf áhuga á en hafði ekki notfært mér mikið fram til þessa. Ég vildi nýta þetta verkefni í að prófa mig áfram á þessu sviði. Í báðum tilvikum var ég að vinna með hefðbundnum hætti á pappír og stafrænt í bland.
Bókakápurnar eru hugsaðar sem kápur fyrir sögubækur, bæði fantasíusögur og sögur sem byggjast á raunveruleikanum. Myndasagan er aftur á móti hugsuð sem myrk en fyndin spennusaga fyrir unglinga og unga fullorðna lesendur.