Rebekka Víðisdóttir
Bárur

Rebekka Víðisdóttir

Bárur

Rebekka vinnur út frá innsæi sínu og þeim efnivið sem verður fyrir valinu hverju sinni.

Form, hreyfing, tími, hlýja og áferðir spila stóran þátt í verkum hennar. Í lokaverkefninu

lagði hún upp með að dýpka þekkingu sína á vefnaði og kanna hvernig hægt er að

brjóta upp hefðbundnar aðferðir í vefnaði og vinna með þær á skapandi hátt ásamt því

að kanna hvernig hægt er að skapa þrívídd í ofið efni.

Verkið Bárur er niðurstaða rannsóknar Rebekku á því hvernig skapa má þrívíða áferð í

ofið efni sem og tilfinningu fyrir hreyfingu. Hún notaðist við þekkt bindimunstur fyrir

pokavoð með einskeftu en brýtur upp hefðina og notfærir sér bindinguna á óhefðbundin

hátt til að skapa þrívíða bogakennda áferð í efnið. Rebekka vann með íslenska ull í

uppistöðu sem er einstaklega góð í að halda formi og mótast vel. Ásamt ullinni notaði

hún plast þráð, alpakka blöndu og bómull í ívaf.

DZ9 A9018
DZ9 A9020
DZ9 A9017
DZ9 A9012