Hiroko Ara
Blómstur

Hiroko Ara

Blómstur

Þetta var óvenju langur vetur. Vetrarlægðir, grámi, heimsfaraldur og einangrun. Gróðurinn tók að blómstra, þá kom snjórinn á nýjan leik, við fengum veturinn yfir okkur aftur og aftur.
Mitt í óendanlegum vetri fékk Hiroko óvæntan áhuga á blómamynstri, sem hún hafði aldrei haft áður. Hún fékk þörf fyrir að skapa seríu af litríkum blómum í von um þannig gæti hún kallað fram langþráð vorið.

Fyrir verkefnið kynnti hún sér blóm og blómamynstur frá miðöldum til dagsins í dag, og rannsakaði hefðbundnar skjaldþrykks-aðferðir frá Japan, - Kata(e)zome, Yuuzen og Bingata. Hún gerði tilraunir með lífræn hráefni sem hægt var að fá hér á Íslandi, eins og hrísmjöl, hveitiklíð og salt.

Þar sem ekki var hægt að ferðast til annarra landa, sótti Hiroko aftur í litagleði hrauns og leirs á hvera- og jarðhitasvæðum. Gulur, bleikur, fjólublár og rauður… Í stað þess að nota náttúrulega blómaliti lék hún sér að andstæðum; orku blómsins sem leitar upp á við og litrófi frá orku jarðarinnar sem leitar niður á við.

Áður en snjórinn þekur aftur allt, langaði hana til þess að endurskapa tilfinninguna af því að ganga inn á blómamarkað að vori, - eða fyrir okkur sem búum á Íslandi, að sækja í sólina og litríka menningu erlendis.

Blómstur er fjórar útgáfur af blómamynstri, þrykktar með blöndu ólíkra hefðbundinna aðferða. Skapað undir áhrifum töfra og litrófs jarðhitasvæða og til heiðurs hefðbundinna japanskra aðferða.


Blómstur mun halda áfram að þróast.

DZ9 A9002
DZ9 A9004
DZ9 A9053
DZ9 A9007