Eftri þér lá
pilsið úr gardínunum
í fjörunni
annarri fjöru
á öðrum tíma
ég skreið eftir því
fann fyrir mér
í pilsinu
varð ég
í pilsinu
sandurinn
nýji sandurinn
hafði gefið af sér hanska
fætt hanska
fætt og gefið af sér nýtt brot
af sjálfinu
ég fann fyrir mér
í hönskunum
það óraði samt ögn
fyrir þér í hönskunum
svo ég rúllaði
og rúllaði
í ruglingi
og sandi
og velti ruglingnum
í sandi í burtu
Ég hef aldrei fílað velting
eða vettlinga
sérstaklega ekki í flugvél
en veltingurinn
í sandinum
í pilsinu
í hönskunum
frelsaði mig
loksins
var ég tóm
hol
að innan
og æst
hreinsandi eins og hafið
eins og steinn
slípaður af hafinu
ég skipti þér út
fyrir stein
hreinsaðan,
æstan
og slípaðan
af hafinu
kastaði þér út í hafið
eins og steini sem hoppar á vatni