Sigríður Vala Vignisdóttir
Fleyting / Innsýn

Sigríður Vala Vignisdóttir

Fleyting / Innsýn

Deild: Fornám
Ár: 2021
Instagram: @siggavalav

Fleyting er abstrakt vídeóverk samsett út myndbrotum sem ég hef tekið á símann undanfarin ár. Náttúrumyndir sem sýna hreyfingu og endurtekningu, í bland við hreyfimyndir af eigin textílverkum unnin í textíldeild Myndlistaskólans. Nokkurs konar dagbók fyrir andrúmsloft, tilfinningu, áferðir og munstur.

Nafnið er dregið af athöfninni við Reykjavíkurtjörn þar sem kertum er fleytt í minningu kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki og myndbrotin má hugsa sem litlar hækur í japanskri ljóðlist. Tónlist Moby í bland við umhverfishljóð kalla svo fram ákveðna stemningu til að auka hughrif.

Innsýn er vídeó-innsetning sem fjallar um í frelsið sem við höfum misst tímabundið. Við fáum óljósa mynd af lífinu utandyra í gegnum „gluggann“ en fáum af því skýrari mynd í keramikvösunum fyrir innan og getum ferðast innanhúss. Í Innsýn eru notuð brot út verkinu Fleytingu þar sem þema er hreyfing og endurtekning í himneskri náttúrunni.

Svv 1
Svv 2
Svv 3
Sigridur