Matthías Löve
Draumur

Matthías Löve

Draumur

Deild: Fornám
Ár: 2021
Instagram: @matthias.love

Mig dreymdi afar áhrifamikinn draum aðfaranótt fyrsta dags lokaverkefnisins. Í draumnum fór ég í Soyuz eldflaug sem hrapaði aftur til jarðar (enginn meiddist). Svo byrjaði eldgos í bakgarðinum mínum og öll fjölskyldan flutti til tunglsins í Lego geimstöð. Þegar eldgosið var í þann mund að kveikja í húsinu okkar var farið í leiðangur til baka til jarðar til að bjarga verðmætum munum úr húsinu. Þá birtist afturganga sem reyndi að ræna verðmætunum... og svo vaknaði ég.

Verkið er tvíþætt; Fyrri hlutinn er olíumálverk af sögusviðinu, nákvæmlega eins og það leit út, og seinni hlutinn er frumsamið tónverk sem túlkar atburðarásina og tilfinningu draumsins.

Ml 1