Lúkas Stefán Regal
The Sandman

Lúkas Stefán Regal

The Sandman

Myndskreytingar fyrir smásöguna The Sandman eftir E.T.A. Hoffmann.

Sagan fjallar um unga stúdentinn Nathaneal sem er hrjáður af minningum úr æsku um lögfræðinginn Copellius. Nathaneal sannfærir sjálfan sig um að Coppelius sé í raun þjóðsagnaskepnan Sandmaðurinn sem stelur augum úr krökkum. Sem stúdent í stórborg kynnnist Nathaneal gleraugnasalanum Coppola og telur sig hafa fundið Coppelius. Draumórar og ofsóknaræði Nathaneals ná hámarki þegar hann verður ástfanginn af Ólympíu, stúlku sem hann kemur auga á í glugga á húsi nágranna síns. Hún situr grafkyrr með líflaust augnaráð.

Ég valdi söguna vegna þess að ekki var búið að myndskreyta hana eins mikið og önnur betur þekkt ævintýri. Því komu hugmyndir mínar um útlit persóna og umhverfis ekki frá túlkun annarra af ævintýrinu.

Ég ákvað að nota blek vegna þess að mér fannst það passa til að fanga myrkt andrúmsloft sögunnar.

Lr1
Lr2
Lr3
Lr4
Lr5