Gísli Dan Einarsson
Egils saga

Gísli Dan Einarsson

Egils saga

Instagram: @gisli.dan

Ég hef alltaf elskað Íslendinga sögur. Aðalpersónurnar eru ekkert nema fornar ofurhetjur og Egill Skallagrímsson er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef líka lengi elskað að horfa á sögumyndbönd á Youtube eins og Crashcource History og aðrar rásir þar sem sögulegir atburðir eru teknir fyrir, styttir og einfaldaðir með kómísku ívafi.

Ég hef viljað gera svona myndbönd um Íslendinga sögur í mjög langan tíma. Það er ekki neitt um þær á Youtube og í staðinn fyrir að bíða bara eftir þeim ákvað ég að gera sjálfur myndbönd um þær.

Ég byrjaði á að endurlesa Egils sögu og skrifaði handrit fyrir styttri útgáfu sem fjallaði um alla kaflanna sem mér þótti skemmtilegastir. Síðan teiknaði ég allt og setti það upp í After Effects þar sem ég bætti við hreyfingum og hljóði. En þar sem ég er ekki öruggur í upplestri fékk ég vinkonu mína Camille Kerker til að lesa textann fyrir mig þegar kom að því að taka upp hljóðið.

Ég ætla að reyna að halda áfram að gera fleiri myndbönd um hetjurnar okkar og vona að þetta bæði endurvekji áhuga Íslendinga á þessum sögum og vekji áhuga hjá erlendu fólki sem hafði ekki hugmynd um að þessar frábæru sögur væru til.

Youtube rásin mín er hér.