Vatnslitir á pappír, 13,5cm x 270,5cm
Ég vissi strax að mig langaði að vinna með einhverskonar seríu. Ég hef einnig unnið mikið með sjálfsmyndir sl. ár og fannst spennandi að vinna áfram með það. Því ákvað ég að skeyta hvoru tveggja saman og úr varð verkið 21. Um er að ræða 21 vatnslitamynd þar sem hver mynd sýnir eitt ár í senn af mínu lífi. Fyrsta myndin er af mér 1 árs, svo ganga þær koll af kolli, og að lokum má sjá mynd af mér 21 árs. Það er gaman að skoða þróun, á hverju sem er. En það er næstum því heilandi að fletta í gegnum myndir af sjálfum sér á hverjum aldri og gefa sér tíma til að setjast niður og mála þær, og að lokum sýna þær. Það er næstum því eins og að fá að fylgjast mér sjálfum sér vaxa úr grasi með öðrum augum.
(Ef um er að ræða seríu) Undirtitlar og stærðir: 21 mynd, hver mynd 13,5cm x 10,5cm