Þetta er tilraunaverk og átti ekki að vera nein ákveðin tenging á milli myndanna. Tilraunin snerist um að mála hvað sem kom upp í hugann, síðan finna tengingu milli myndanna og sjá hvað kom úr því. En eftir fyrstu fjórar myndirnar fór ég að pæla meira um myndbyggingu, litasamsetningu og form til að mynda flæði og ef það var möguleiki jafnvel samræmi á milli myndanna. Þannig að ég vann síðustu myndirnar ekki eins frjálslega. Ramminn og útklippuðu skrímslin voru bætt við sem aukaskreyting til að fá meira líf, einhvers konar furðuverur sem virka sem tenglar sem sameina myndirnar.
En verkið er ekki klárað eins og er. Tilfinningin er að það þyrfti að þekja heilan vegg eða safna tugum mynda til að fullvinna verkið.