Ísold Wilberg
Cabo

Ísold Wilberg

Cabo

Lagið “Cabo” er nefnt eftir lítilli paradís í Mexíkó en textinn fjallar um það sem sá staður stendur fyrir þegar maður á erfitt með að horfast í augu við raunveruleikann, halda áfram og sleppa fortíðinni. Ég samdi lagið um breytingar í mínu lífi þegar hugmynd mín um framtíðina breyttist og ég þurfti að kynnast sjálfri mér upp á nýtt.

Allt sem tengist þessu verkefni stendur hjarta mínu nær og það kemur fram með lífrænni og persónulegri nálgun á þessu video-verki. Á bakvið persónulega texta sem þennan leynast oft flóð tilfinninga og minninga sem koma ekki fram í textanum sjálfum en hvíla á huga höfundarins.

Hugmyndin við myndbandið er að sýna það sem liggur að baki lagsins en komst ekki niður á blaðið við skrif textans. Með því að vera berskjölduð og opin við gerð myndbandsins vona ég að ná til þeirra sem tengja við svipaða tilfinningu og sýna þeim hluta af sjálfum sér í þessu verki.

Efni: Tónlistarmyndband við frumsamið lag, tekið upp á stafræna Canon EOS 60D og unnið í Premiere Pro.

Hér er lagið á Spotify.