Sem lokaverkefni gerði ég fimm mynda seríu af málverkum sem ég vann þannig að ég byrjaði á því að finna svarthvítar myndir af fólki á netinu og setja þær inn í myndvinnsluforrit. Þar setti ég lit í myndirnar og fiktaði í RGB-litakúrfum þangað til ég var sáttur með hvernig litirnir komu út og hvernig litirnir og birtustigið mynduðu skemmtileg eða spennandi form í andlitunum. Útkomuna úr þessari Photoshop-meðferð á myndunum málaði ég svo með akrýllitum á pappaspjöld (25x35 cm).
KASÍ (Ísak Sævarsson)
Án titils