Hugi Freyr Álfgeirsson
Gallagaurar

Hugi Freyr Álfgeirsson

Gallagaurar

Heimurinn er hálfgert hel; hægt væri að kalla heiminn sem við búum í helvíti á jörðu. Við búum í heimi þar sem enginn getur verið fullkominn, ekkert getur verið fullkomið og allir eru óhamingjusamir, svo lengi sem þeir gera sér grein fyrir heiminum í kringum sig.

Ég skoða og spekúlera mjög mikið og finnst gaman að ímynda mér hvað fólk er að hugsa og gera þegar ég veit það ekki; ég ímynda mér heimilisástand þeirra, hvort þau eigi börn, hvernig samræður þau eiga, hvernig þeim líður, fortíð, framtíð og allt þar inni á milli. Þegar ég teikna þá teikna ég oftast fólk nema það er hálf “creepy” og ógeðslegt stundum, en það brosir alltaf. Hvert bros er í flestum tilvikum, allavega í teikningunum mínum, ekki raunverulega bros, heldur gríma til að fela alvöru tilfinningar og lífsreynslu.

Teikning hefur alltaf heillað mig; hún er hrein, falleg, litrík (eða ekki) og getur verið borin fram á alla vegu. Maður sér ekki mikið af teikningum sem fullkláruð verk fyrir utan húðflúr, nema að það séu bara skissur, teiknimyndir, myndskreytingar eða ókláruð verk, en þegar ég teikna, persónulega, reyni ég að gera mjög hreinar línur og finnst gaman að skyggja og gera allt fallegt og hreint án þess að bæta svo málningu eða lit ofan í verkið; að fylgjast með grófri skyssu verða að hreinni og fallegri teikningu.

Fyrir þetta verk, sem ég hef skýrt ‘Gallagaurar’, tók ég innblástur frá mínum eigin stíl og teikningum sem ég hef gert í gegnum tíðina. Verkið mitt fjallar um tilfinningarnar sem eiga sér stað í verkunum mínum og hvernig þau hafa áhrif á mig. Ég teikna oft þessa karaktera mína, sem eru alltaf brosandi en eru klárlega ekki í besta standi lífs síns. Verkið er af 6 þeirra saman, allir með sitt eigið vandamál, og er hvert þeirra vandamála eitt af þeim sem hefur áhrif á teikningarnar mínar. Þú horfir á hóp gaura, þar sem í hvern og einn vantar eitthvað; það er hola.

Einum vantar eitthvað að gera, öðrum vantar sjálfstraust, sá þriðja vantar hamingju, þeim fjórða vantar sátt, fimmta vantar það sem hann vill en sá sjötti er sáttur; hann er heill og óholugur. Verkið er rammað og verður hengt uppá vegg til að njóta lífsins.

Efni: Pennateikning, 60x42 cm.

Hugi 19 1
Hugi 10 1
Hugi 11 1
Hugi 12Lagad
Hugi 13 1
Hugi14Lagad
Hugi 15 1