Í þessu verki verður velt fyrir sér ímyndaðari þróun á
dýrum í norðlægu grunnsjávar svæði. Svartur sandur þekur botninn á hafinu og
ekkert nær upp fyrir yfirborðið nema litlir sandhólar og veðraðir berggangar. Einblínt
verður á stærstu dýrin á svæðinu, helsta rándýrið, helsta hjarðdýrið og risann sem á
sér stundum leið í gegnum grunnsævið og gjörbreytir lífskilyrðum og vistkerfum.
Markmiðið er að setja fram trúverðug og sannfærandi dýr sem stíga ekki of langt út í
fantasíu.