Ingi Rúnar Kjartanson
Hreindýrið og Stríðsvélin

Ingi Rúnar Kjartanson

Hreindýrið og Stríðsvélin

Verkið mitt er myndasaga sem heitir “Hreindýrið og Stríðsvélin”. Þetta er saga um vináttu mjög ólíkra einstaklinga. Sagan fjallar um stríðsvélmenni sem á sér ekki lengur tilgang og ráfar nú um borgina í leit af vinnu og finnur sér þar óliklegan vin. Hún fjallar um vináttu tveggja ólíkra einstaklinga og hvernig þeir verða sterkari saman. Sagan er byggð á einni Inktober teikningu sem ég gerði í fyrra og er innblástur minn við gerð þessarar sögu.

Markmiðið með þessu lokaverkefni er að búa til myndasögu án orða og nota tæknina sem mér var kennd í gegnum tveggja ára nám.

Næsta skref mitt sem teiknari/listamaður er að gera fleiri myndasögur og draumur minn er að búa til barnabækur. Ég hef áhuga á að að sækja mér meira listnám, Listaháskóla Íslands eða nám í listaskóla erlendis.


DZ9 A9503
DZ9 A9531
DZ9 A9532