Ingibjörg Emma Jónsdóttir
Þáþrá

Ingibjörg Emma Jónsdóttir

Þáþrá

Innsetning í rými með vídeóverki, 3:27 mín að lengd.


Þegar leið mín liggur fram hjá leikskólanum Njálsborg, fæ ég vonda tilfinningu. Ég verð

lítil í mér og fæ hnút í magann. Hið sama gerist er ég sé gamla ballettskólann minn, finn

fnyk af kartöflumús og þegar ég ek meðfram álverinu í Straumsvík. Þessari tilfinningu

lýsi ég einfaldlega sem nostalgíu, eða á betri íslensku: þáþrá.

Ég ímynda mér nostalgíu sem stóran vef, með anga sem teygja sig í allar áttir.

Sumir angarnir teygja sig í slæmar minningar en aðrir í góðar. Í þessari innsetningu

tákna gömlu ballett sokkabuxurnar mínar nostalgíuvefinn og vídeóverkið undir þeim

sýnir óþægilegu minningarnar.

Mynd 650