Ingi Rúnar Kjartansson
Radioactive Cat

Ingi Rúnar Kjartansson

Radioactive Cat

Deild: Myndlist
Ár: 2020

Lokaverkið mitt er stuttmynd sem heitir Radioactive Cat.

Til þess að gera myndina notaði ég litaðan pappír, skæri, lím, penna, stórt blað, pensil, akrýtliti, stand fyrir ipad og ipad.

Radioactive Cat er 3 mín stuttmynd. Sagan gerist árið 1986 á tíma Chernobyl stórslyssins. Ungur köttur flýr til að leita að öruggum stað. Hann þarf að lifa af margar hættur og kljást við verstu ógnina af þeim öllum, mennina.

Ég ákvað að gera þetta verkefni af því ég vildi æfa mig á fleiri sviðum en í teikningu sem ég hef mjög góð tök á. Ég kynntist hreyfimyndagerð í vetur og fannst það mjög skemmtileg aðferð og vildi gera meira úr því.