Jónína Rósa Hjartardóttir

Jónína Rósa Hjartardóttir

Lokaverkið mitt er saga sem heitir Sagan um dóttur bóndans.

Hugmyndin að sögunni er fjögurra ára gömul og ég ákvað að framkvæma hana núna. Sagan hentar fólki á öllum aldri.

Sagan er um Rósalind, hún er dóttir bónda en móðir hennar dó þegar hún var ung stúlka. Faðir hennar var latur drykkjumaður sem Rósalind þurfti að þjónusta eins og vinnukona alla tíð. Þegar hún var ung kona kastaði faðir hennar henni á dyr og þurfti hún að yfirgefa skóginn og æskuheimili sitt. Eftir það hitti hún hóp hermanna og bað þá um vinnu sem hún fékk. Einn daginn þegar hermennirnir komu heim bauð hún einn þeirra velkominn með vatni.

Hermaðurinn hét Loki og var prins. Rósalind og Loki fóru saman að berjast við kött, giftu sig og hittu drottninguna.