Brestir er ákveðin endursköpun náttúrulegs landslags og snýr að óljósum mörkum þess manngerða og náttúrulega.
Fyrirbæri náttúrunnar líkt og súrefni, rakastig og tími samlagast leirnum í ákveðinni togstreitu sem síðan mótar og stýrir ferlinu. Verkið er sjálfbært að því leyti að leirnum er hægt að skila aftur ofan í jörðina þaðan sem hann var tekinn þar sem hann er óunninn og hrár.