Melkorka Matthíasdóttir
Náttúran í glerungum

Melkorka Matthíasdóttir

Náttúran í glerungum

Í heimi leirlistarinnar eru glerungaefnin jarðefni eins og leirinn sjálfur. Í íslenskri náttúru má því finna öll efni til glerungagerðar.

Verkið Náttúran í glerungum er rannsókn þar sem leitast er við að fanga íslensk jarðefni og plöntur í glerunga utan á steinleir. Plönturnar eru þurrkaðar og brenndar og aska þeirra notuð í glerungagerð. Meðal efnis í rannsókninni er hvönn, strá, þari, hrossatað og mýrarrauði auk íslenska leirsins. Eitt af markmiðum þessarar rannsóknar er að skoða möguleikann á að finna efni í glerunga í nærumhverfi listamannsins.

Mm1
Mm2
Mm3
Mm4
Mm5
Mm6
Mm7
Mm8
Dsc 6287 F