Hinn manngerði heimur er hlaðinn táknum – táknum sem eru mannanna verk. Í verkinu Táknun er horft inn í heim tákna, þar sem valdið á túlkun og merkingu liggur í hugsun og skynjun hvers og eins á veruleikanum. Hver er merking þessara tákna og hvernig verður hún til? Tungumálið ljáir táknum merkingu – háð tíma, rúmi og ekki síst menningu. Táknin sem eru uppistaða verksins eru gerð úr íslenskum leir.
Aldís Yngvadóttir
Táknun