Hlynur Arnarson
Útibekkur

Hlynur Arnarson

Útibekkur

Ég hef valið sem lokaverkefni að útfæra í líkan útibekk sem ég teiknaði í áfanga hjá Huldu Rós Guðnadóttur og bar yfirskriftina Útfærsla.

Bekkurinn á að standa á einum fæti og bakhluti og fótur renna saman og mynda þannig formfagran boga, þ.e. lífrænt form sem endurspeglar ákveðna spennu. Ég sé fyrir mér að bekkurinn verði gerður úr steinsteypu og viðarborðum, þ.e. að sá hluti sem myndar eina heild verður úr steinsteypu og setan úr viðarborðum. Ég sé einnig fyrir mér að ljósarönd verði sett undir bakstykkið og fá þannig óbeina lýsingu í kringum bekkinn en jafnframt að ljósaröndin dragi fram form bekkjarins og undirstriki þannig form hans í myrkri og geri hann sýnilegri fyrir vegfarendur.

Ha Mynd 2 Brakið
Ha Mynd 3 Brakið
Ha Mynd 4
Ha Mynd 5 Skissa
Ha Mynd 6
Ha Mynd 7
Ha Mynd 11
Ha Mynd 12