Í vinnuferlinu leitar Helga inná við og fer í sjálfsskoðun sem leiðir til vinnu með minningar úr
æsku. Helga vinnur til dæmis með djúp leyndarmál og berskjaldar sig fyrir áhorfandanum.
Þar vinnur hún í textílin eins og margir listamenn sem takast á við ákveðið uppgjörsferli í sínum
verkum, þar leiðir eitt af öðru og hlutirnir koma upp á yfirborðið af sjálfu sér í ferlinu. Hún hefur
unnið mikið með textíl alla tíð en þá nánast eingöngu sem nytjavöru. Í þessu verkefni fékk hún
að vinna á myndrænan sem sálrænan hátt, eins konar tilfinningalega meðferð. Hún kýs að
myndgera tilfinningar sínar sem “kerfi röra” eða eins og æðakerfi líkamans. Þar fer fram ákveðið
flæði, leki, stíflur sem er áhugaverð samlíking á milli röra og tilfinninga.
Hugðarefni eru: æskan, tilfinningar, missir, sorg, gleði, ofbeldi, kvíði, þrá, meðvirkni, flutningar,
rætur, skilnaður, óöryggi, sjálfsmynd, minningar, reiði, hræðsla, feimni, sambandsslit...
Unnið er með endurnýtingu í huga, aðallega er notast við bómul, en líka silki og ull. Indigo litun,
munstur, ryð, ljósmyndir, cyano print, mótun, útsaum, þrykk, vefnað, náttúrulegt lím, vax.