Halldór Falur Halldórsson
Könnun í svarthvítu

Halldór Falur Halldórsson

Könnun í svarthvítu

Verkið er hugsað sem innsetning sem samanstendur af þremur stökum verkum sem vinna saman innan svarthvíts heims á mismunandi miðlum: ljósmyndir, teikning og myndband. Tilgangur verksins er að kanna form (bæði náttúruleg og ónáttúruleg), hreyfingar og ferli innan þessa svarthvíta heims.

Í teikningunni sjást lífrænform teiknuð með svörtum pennum á hvítt blað gefa í skin óróleika og óskýra (blörr) hreyfingu útlima sem er verið að fanga á blaðið.

Ljósmyndirnar sýna yfirlýsingu sem myndar ljóma í endurskini af stálstrúktúrum. Úr fjarlægð virðast myndirnar minna á teikningu af ónáttúrulegum formum sem gefa í skin yfirnáttúruleika í svarthvítum heimi.

Myndbandið sýnir teikniferlið í 1000x hraða í svarthvítu. Lagið Fratres eftir Arvo Pärt skiptist í kafla eftir kyrrð og hraða sem fer vel með breytilegum takti teikniferlisins.

Efni: Teikning, 300x150 cm. Þrjár ljósmyndir, 60x42 cm. Myndband, 07:22 mín

Halldór Falur Halldórsson 1
Halldór Falur Halldórsson 2
Halldór Falur Halldórsson 3
Halldór Falur Halldórsson 4
Halldór Falur Halldórsson 5
Halldór Falur Halldórsson 6
Halldór Falur Halldórsson 7
Halldór Falur Halldórsson 8
Halldór Falur Halldórsson 9