Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir
Post-it post

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir

Post-it post

Mig langaði til þess að samþætta tvö listform, ritlist og myndlist. Hugmyndin var að nota rúmlega 100 ára gamlar íslenskar orðabækur og búa til verk út frá texta þeirra. Útkoman átti að vera setningar sem hefðu einhvert fagurfræðilegt gildi í óreglulegri uppröðun. Eftir því sem á leið, fóru dagarnir að renna saman. Mér fannst textinn ekki skipta máli lengur, heldur vildi ég endurspegla tímann sem við sögðum fádæmalausan. Ég skeytti saman og endurtók sömu myndina í hvívetna. Dagarnir voru einsleitir en tíminn leið þó með sínum takti og hrynjanda.

Efni: Post-it miðar á gleri

Gunnlaug 1
Gunnlaug 2
Gunnlaug 3
Gunnlaug 4