Freydís Eva Garðarsdóttir
Haemora

Freydís Eva Garðarsdóttir

Haemora

Ég hef haft áhuga á hugmyndalist (concept art) fyrir afþreyingariðnaðinn svo lengi sem ég man og hef alltaf heillaðist af því að skapa heim alveg frá grunni. Þar af leiðandi fannst mér tilvalið að spreyta mig á myndrænni hönnun tölvuleiks sem lokaverkefni. Úr því spratt Haemora.

Haemora dregur nafn sitt frá gríska forskeytinu Haemo- sem þýðir blóð- á íslensku. Mér fannst það skemmtileg nafngift fyrir heim þar sem blóðborinn vírus er í forgrunni.

Leikurinn er þriðju persónu “hack’n’slash” sem byggir á hröðum bardögum við ógnvænlegar ófreskjur sem eru tilkomnar vegna blöndu galdra og vísinda. Spilarinn mætir í þennan heim í formi konu sem er í galdraleynilögreglunni og er ásamt liði sínu send til að stöðva fyrstu útbreiðslu vírussins. Félagar hennar falla og hún er nærri drepin en lifir af vegna þess að hún er ónæm fyrir vírusnum. Hún getur nú dregið í sig kraft smitaðra við dauða þeirra til að styrkja galdra sína. Með því móti hefur hún öðlast mátt til að berjast við skrímslin og er eina von borgarinnar. Þegar spilarinn drepur óvini fær hann gjaldmiðil sem nýtist við að uppfæra eða kaupa nýja galdra, vopn eða bæta búning aðalpersónunnar. Þannig eykst styrkur hennar. Óvinirnir verða öflugri og fleiri eftir því sem á líður.

Feg 1
Feg 2
Feg 3
Feg 4
Feg 5